150. löggjafarþing — 49. fundur,  20. jan. 2020.

staðan í stjórnmálunum í byrjun árs og verkefnin fram undan.

[18:14]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (andsvar):

Herra forseti. Ef mig misminnir ekki hefur hæstv. fjármálaráðherra verið ráðherra í ríkisstjórn í tæplega sjö ár, núna undanfarið, og þar af mestan tímann sem fjármálaráðherra, forsætisráðherra um níu eða tíu mánaða skeið. Við vorum minnt á það óþyrmilega að náttúruöflin geta verið óblíð á Íslandi og við höfum lagt metnað okkar í það að reyna að verjast þeim. Nú er staðan sú að ofanflóðavörnum er mjög ábótavant og við erum orðin mjög langt á eftir í öllum áætlunum um það. Ég hlýt að spyrja hæstv. ráðherra hvernig hann hyggist beita sér á næstu misserum í þeim efnum og hvernig hann ætli að koma nauðsynlegum útgjöldum fyrir í fjármálum ríkisins á næstu misserum.