150. löggjafarþing — 99. fundur,  6. maí 2020.

um fundarstjórn.

[16:22]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég hef haft af því nokkrar áhyggjur, eiginlega síðan 2013, hvernig virðing þingmanna fyrir þessum sal og þessum vinnustað fer þverrandi ár frá ári. Allt byrjaði þetta því á því, að mínu áliti, að hér var mönnum leyft að ganga um án þess að vera með hálstau en síðan hafa hlutirnir farið á verri veg og nú er svo komið að Alþingi Íslendinga gerir minni kröfur um klæðaburð en Costco-verslunin því að þangað inn er mönnum ekki hleypt nema þeir séu í jakka og skófatnaði.

Ég verð að segja, herra forseti, að nú er kominn tími til að staldra við og spyrna við fótum. Ég skora á þingmenn að reima á sig skóna og gyrða sig í brók áður en þeir fara inn í þingsalinn og sýna þessum sal og þeim sem starfa með þeim lágmarksvirðingu. Auðvitað getur maður ekki ætlast til þess að allir hafi sjálfsvirðingu en hana skortir greinilega mjög víða í þessu efni.