150. löggjafarþing — 99. fundur,  6. maí 2020.

um fundarstjórn.

[16:24]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Það skiptir líka máli að manni líði vel og að það sé þægilegt að vinna. Ég skil það þannig að hv. þingmaður sé að vísa til hv. þm. Björns Levís Gunnarssonar sem er hérna á sokkaleistunum. Ég veit til þess að margir ráðherrar erlendis og aðrir þingmenn gera slíkt hið sama því að þeim finnst það þægilegra og það hjálpar þeim að líða vel í vinnunni. Mér finnst yfirborðskennt að tala um að það skipti máli að vera í skóm og gyrða sig almennilega. Ég hefði frekar talið að þegar kemur að virðingu þingsins og virðingu okkar starfs væri mikilvægara að gera ekki hluti eins og að fara að blindafylliríi og tala illa um konur og öryrkja.