150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:25]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Meðal þess sem er lagt til í þessari breytingartillögu er að námsmönnum verði tryggður réttur til atvinnuleysisbóta í sumar. Mig langar að nota þetta tækifæri, um leið og ég geri grein fyrir atkvæði mínu, til að benda á að þær aðgerðir sem nú er verið að grípa til eru sambærilegar við þær sem voru lagðar til í síðustu kreppu. Kerfinu var samt breytt í tíð þáverandi félags- og tryggingamálaráðherra, hv. þm. Árna Páls Árnasonar, á þann veg að námsmenn fengju þá ekki greiddar atvinnuleysisbætur í námsleyfum skóla og það hefur verið þannig allt frá þeim tíma. Mig langaði bara til að þetta kæmi fram við þetta tækifæri en ég mun sem sagt ekki styðja þessa breytingartillögu.