150. löggjafarþing — 100. fundur,  7. maí 2020.

fjáraukalög 2020.

724. mál
[22:52]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Við greiðum atkvæði um það að veita 3 milljarða til Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins til að geta veitt stuðningslán til nýsköpunarfyrirtækja sem mörg hver standa núna tæpt. Sumum er að blæða út. Þetta er hugsað sem mótframlag ríkisins á móti fjármögnun frá einkafjárfestum. Ég veit að hæstv. nýsköpunarráðherra hefur hug á því að svona mál nái fram að ganga þannig að ég treysti því a.m.k. að hún muni greiða þessu atkvæði.

Ég sé þó að þær vonir voru haldlitlar og vonlausar, allt gott er fellt frá stjórnarandstöðunni eins og venjulega, líka þetta góða mál.