150. löggjafarþing — 102. fundur,  12. maí 2020.

um fundarstjórn.

[14:19]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Ég ætla ekki að tjá mig um afstöðu gesta á fundinum eða hvað einhverjir gestir kunna að hafa sagt á fundum nefndarinnar. Það eina sem ég hef haldið fram er að það er rangt sem kom fram í máli hv. þm. Halldóru Mogensen í liðnum um störf þingsins hér áðan að einhver afstaða til málsins felist í því að meiri hluti velferðarnefndar hafi ekki viljað taka þátt í flutningi máls formanns. Það er ekki þannig, enda er meiri hlutinn mjög áfram um að mál ráðherra, sem innifelur miklu fleiri atriði og er miklu ítarlegra og tekur mikið þéttar utan um þetta mál, verði lagt fram sem fyrst og að nefndin sameinist um að það mál komist sem hraðast ú úr nefndinni og hingað inn í þingsal.