150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

þingsköp Alþingis.

840. mál
[16:30]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svörin. Mig langar einnig að spyrja hvort hæstv. forsætisráðherra telur ekki mikilvægt, og málinu til framdráttar, að fá gesti á fund nefndarinnar sem mun fjalla um málið, þ.e. að nefndin skoði þetta vel og vandlega og fái umsagnir í þessu máli. Eða hvernig sér hæstv. forsætisráðherra fyrir sér að þetta mál verði unnið? Ég er að velta því fyrir mér hvort hæstv. ráðherra telji ekki mikilvægt að þetta mál sé vel unnið í nefndinni varðandi umsagnir og gestakomur og annað.