150. löggjafarþing — 113. fundur,  3. júní 2020.

þingsköp Alþingis.

840. mál
[16:36]
Horfa

Flm. (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara ítreka það sem ég sagði áðan þegar ég ræddi um stubbinn að þá erum við eingöngu að tala um brýn Covid-mál. Nú er þing hins vegar starfandi og ég ætlast að sjálfsögðu til þess að þingið ljúki eins mörgum málum og mögulegt er á þeim dögum og vikum sem fram undan eru. Það er ærinn tími fram undan til að ljúka allmörgum af þeim ágætu málum sem hér eru inni. Mörg hver varða svo sannarlega almannahagsmuni. Ég get til að mynda nefnt eitt gott mál, sem ég vona að hv. þingmaður muni standa með mér í að klára, sem varðar það að setja skýran ramma utan um jarðakaup á Íslandi, sem er mál sem er til meðferðar í allsherjar- og menntamálanefnd. Það er svo sannarlega mál sem varðar almannahagsmuni, úr því að við erum að ræða það hér. (ÞKG: Og sjúkratryggingar.)