150. löggjafarþing — 115. fundur,  9. júní 2020.

Menntasjóður námsmanna.

329. mál
[14:10]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við í Miðflokknum munum sitja hjá í þessu máli þar sem enn hafa ekki verið veittar viðhlítandi skýringar á fjölgun starfsmanna Menntasjóðs. Einnig er sérstakt að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir auknum umsvifum annarra stofnana en samhliða því er þó ekki gert ráð fyrir fjölgun starfsmanna hjá þeim. Í ljósi þess hefði verið æskilegt að gera nánari grein fyrir þessum kostnaðarlið. Að lokum verður að skýra betur hvernig flokka beri stofnunina. Það er enn allt á huldu og spurning af hverju verið er að búa til nýjan sjóð í stað þess að laga einfaldlega LÍN.