150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

afsögn formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

[16:03]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég kem hérna upp kannski ögn döpur eftir umræðu sem átti sér stað við upphaf þingfundar vegna ástandsins í þinginu og í þingnefndum, fastanefndum Alþingis. Ég er djúpt hugsi yfir þeirri menningu sem hefur ágerst mjög eftir því sem á þetta kjörtímabil hefur liðið. Ég skora á forseta þingsins að gera allt sem í hans valdi stendur til þess að ræða við þingmenn, við stjórnarliða, um að reyna eftir fremsta megni að lágmarka eineltistilburði og andfélagslega hegðun í fastanefndum þingsins. (Forseti hringir.) Þetta er ótrúlega dapurlegt og það var dapurlegt að enginn ráðherra í ríkisstjórn Íslands skyldi koma upp og lýsa skoðun sinni á þessu máli. Ég er mjög hugsi yfir stöðunni.