150. löggjafarþing — 123. fundur,  23. júní 2020.

lán Íbúðalánasjóðs sem bera uppgreiðslugjald.

905. mál
[11:55]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M):

Herra forseti. Ég hjó eftir því að hæstv. ráðherra vísaði, og ég er ekki að segja að það sé rangt hjá ráðherranum, þeim spurningum sem hér voru lagðar fram að miklu leyti til fjármálaráðuneytisins. Það er náttúrlega bagalegt ef fyrirspurnir fara hér í gegn og fara á ranga staði. Það verður þá væntanlega að spyrja fjármálaráðherra þessara sömu spurninga á ný. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort ráðherra, sem á sæti í ríkisstjórn með hæstv. fjármálaráðherra, hyggist beita sér fyrir því að skilmálabreytingar verði gerðar. Húsnæðismál heyra áfram undir hæstv. félags- og barnamálaráðherra, þannig að ráðherra getur vissulega beitt sér innan ríkisstjórnarinnar fyrir því að þessum hlutum sé breytt.