sóttvarnalög.
Virðulegi forseti. Við höfum iðulega talað um aðkomu Alþingis að þessum sóttvarnaráðstöfunum og komið hafa upp vangaveltur og spurningar um að sú aðkoma eigi að vera meiri. Af því að hv. þingmaður veltir hér upp sérstaklega íþyngjandi aðgerðum, eins og mögulegu útgöngubanni og þá kannski líka þeim aðgerðum sem við erum að beita núna, þá held ég að það sé mikilvægt fyrir þingið að halda því mjög vel til haga í umfjöllun sinni í hv. velferðarnefnd og síðan í umræðunni í þingsal að það er alltaf verkefni framkvæmdarvaldsins að sinna daglegri stjórnun, að taka ákvarðanir sem þola enga bið á grundvelli þeirra valdheimilda sem þingið hefur ákveðið í lögum. Það er auðvitað gríðarlega mikilvægt að þingið horfi til fjölbreyttra mögulegra aðstæðna þegar það horfir til framtíðar um hvaða lagarammi á að vera fullnægjandi til að framkvæmdarvaldið byggi á því sem þingið hefur samþykkt.