151. löggjafarþing — 51. fundur,  2. feb. 2021.

sóttvarnalög.

329. mál
[15:20]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins gera grein fyrir vinnunni í nefndinni. Við sem sitjum í velferðarnefnd vitum að málið kom dálítið seint fram sem gerði það að verkum að við þurftum að vinna þetta hratt. Ég er á nefndarálitinu en er þó með ýmsa fyrirvara, málið er flókið, og ég hefði viljað sjá sett sérlög um faraldurinn. Danir hafa gert það og þeir hafa meira að segja uppfært þau lög sem þeir settu á fyrstu mánuðum ársins 2020 og það hefur virkað vel hjá þeim. Það á að bútasauma þetta inn í sóttvarnalögin og svo á að endurskoða þau í heild. Þar undir eru ansi mörg mál sem þarf tíma til að ræða og ég vona svo sannarlega að við fáum tíma til þess þegar þar að kemur.