151. löggjafarþing — 82. fundur,  21. apr. 2021.

kostnaður og ábati af Covid aðgerðum.

[13:16]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég held að það séu ekki margir í liði með hv. þingmanni sem kallar þær aðgerðir fúsk sem vakið hafa athygli og skila óumdeilanlega gríðarlega góðum árangri í baráttu við heimsfaraldur. Það eru ekki margir sem deila þeirri skoðun með hv. þingmanni en henni er frjálst að hafa þá skoðun. Árangurinn talar bara sínu máli. Okkur hefur tekist að halda gjörgæsluinnlögnum í algeru lágmarki um margra, margra mánaða skeið. Okkur hefur tekist að halda uppi einkaneyslu langt umfram allar spár í því efni. Umsvif í efnahagslífinu, afkoma ríkissjóðs í fyrra var umfram væntingar og það ríkir bjartsýni í atvinnulífinu og ánægja með efnahagsaðgerðirnar. Það er að fara að birta til og það er engin ástæða til að fara á taugum á lokametrunum, hæstv. forseti. (Gripið fram í.)