151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

um fundarstjórn.

[13:51]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Það er mjög mikilvægt að fá botn í þetta mál sem við höfum rætt, þessa skýrslubeiðni. Mér er kunnugt um það og vafalítið fleiri þingmönnum að vinna í ráðuneytinu er þegar hafin með skýrsluna. Hins vegar veit ég ekki frekar en aðrir þingmenn við nákvæmlega hverja ráðuneytið er að ræða eða hvaða fólk það hefur sett til verka. Ég held að það sé þess vegna mikilvægt að forseti grennslist fyrir um það með hvaða hætti verið er að vinna þessa vinnu og hvar hún er nákvæmlega stödd. Það er mjög mikilvægt, sérstaklega með tilliti til þess að þarna er um viðkvæma þjónustu að ræða, oft og tíðum mjög viðkvæma skjólstæðinga og það er mikilvægt að við fáum botn í þetta mál sem allra fyrst.