151. löggjafarþing — 90. fundur,  5. maí 2021.

málefni innflytjenda.

452. mál
[17:30]
Horfa

Smári McCarthy (P) (andsvar):

Herra forseti. Þetta mál fjallar ekki um neitt af því sem hv. þingmaður og aðrir í hans flokki hafa verið að tala um hér í marga, marga klukkutíma. Þeir eru að drepa málinu á dreif. Þetta er algjört rugl. Þetta þingmál, ef það verður að lögum og það mun líklega verða að lögum, mun kosta 23 millj. kr. í framkvæmd. Þessi umræða hingað til hefur kostað ríkissjóð meira, hreinlega vegna þess hversu langan tíma hún hefur tekið, vegna þess að þetta málþóf hefur staðið yfir. Ég ætlaði eingöngu að koma hér í andsvar til að óska formanni Miðflokksins til hamingju með að hafa náð að slá þeirra eigið met í lágkúru með þessu málþófi. Ég óska ekki eftir andsvari.