Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 97. fundur,  18. maí 2021.

fjölmiðlar.

367. mál
[19:12]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég tek undir að þetta fyrirkomulag er úrelt. Það er svolítið sérstakt þegar menn taka upp á því að bera sig jafnvel saman við breska ríkisútvarpið, BBC, sem er eins konar alheimsfjölmiðill. Það gilda allt önnur lögmál um hann í sjálfu sér heldur en þetta litla, sem er samt risastórt á Íslandi, batterí sem er Ríkisútvarpið. Það hefur ekki einu sinni staðið undir þeim skyldum sem það á að gegna, eins og við rákum okkur t.d. á þegar óveðrið gekk yfir í desember 2019, held ég að hafi verið, þegar kerfið hér virkaði ekki sem átti við að koma skilaboðum til fólks o.s.frv. Ég hef mestar áhyggjur af því, hv. þingmaður, að þegar — eða frekar eins og þú kannski lýsir því og það þarf ekki að nota orðið þegar en þetta er orðin einhvers konar klíka eða ákveðin völd í samfélaginu sem standa vörð um Ríkisútvarpið, þennan rekstur, í skjóli þess að það apparat fjalli með mildari hætti um þessa aðila heldur en annars.