Bráðabirgðaútgáfa.

151. löggjafarþing — 98. fundur,  19. maí 2021.

fjölmiðlar.

367. mál
[13:58]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Guðmundi Inga Kristinssyni að minni hlutinn er með betri tillögu og ég vænti þess líka að hún verði samþykkt. Fjórða valdið á undir högg að sækja. Fjórða valdið er gríðarlega mikilvæg stoð í okkar lýðræðisþjóðfélagi og sú stoð verður að vera gild og hún verður að duga. Frumvarpið bregst við því og við í Samfylkingunni ætlum að styðja frumvarpið. Við erum þó með breytingartillögu sem snýst um það að styrkirnir verið lægri og fleiri í staðinn fyrir að þeir verði hærri og færri. Rétt eins og við styðjum Samkeppniseftirlitið viljum við líka stuðla að fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði og teljum mjög mikilvægt að fjölbreytni og fjölræði ríki á þeim markaði eins og annars staðar, og jafnvel enn mikilvægara að svo sé á fjölmiðlamarkaði en víða annars staðar. Þarna er líka sólarlagsákvæði sem við leggjumst gegn vegna þess að við teljum að það sé mjög mikilvægt að ákveðinn fyrirsjáanleiki sé í rekstri rekstrarumhverfi fjölmiðla (Forseti hringir.) og að ekki verði ráðin slík bót á því rekstrarumhverfi á einu ári að yfirleitt sé ástæða til að hafa slíkt sólarlagsákvæði.