151. löggjafarþing — 100. fundur,  25. maí 2021.

fjölmiðlar.

367. mál
[14:34]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við 2. umr. og atkvæðagreiðslu sagði ég: Þetta er arfavitlaust mál. Og ég er enn þá sannfærður um að þetta sé arfavitlaust mál. Þetta heita einkareknir fjölmiðlar. Núna verða það einkareknir fjölmiðlar á ríkisstyrk. Á ríkisstyrk. Fjölmiðlar í eigu auðmanna fá allt upp undir 100 milljónir. Á sama tíma er ég að fá tölvupóst eftir tölvupóst þar sem fólk spyr mig hvernig það eigi að eiga fyrir mat eftir fyrstu vikuna í mánuðinum. Þetta er ömurlegt mál.

Ég segi nei — og enn þá ákveðnara þá segi ég nei.