151. löggjafarþing — 103. fundur,  31. maí 2021.

fjármálaáætlun 2022--2026.

627. mál
[14:15]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Píratar eru með breytingartillögu á þessum málefnasviðum líka, upp á 3 milljarða í örorku og málefni fatlaðs fólks og 3,5 milljarða í málefni aldraðra. Sá hluti er einungis það sem vantar upp á þann kostnað sem er vegna lífskjarasamninga. Umfram það þarf að bæta það sem vantar upp á vegna kjaragliðnunar milli launaþróunar og þróunar á lífeyri almannatrygginga. Á þessu kjörtímabili hefur sú gliðnun verið 5,7%. Ég tek því undir breytingartillögur Samfylkingarinnar í þessum málum. Þessar upphæðir eru einhvers staðar í þá áttina að brúa það bil sem hefur orðið hér á undanförnum 20 árum, sem er rúmlega 50% kjaragliðnun milli launaþróunar og lífeyris almannatrygginga.