151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[20:51]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hálendisþjóðgarður er góð hugmynd. Þetta frumvarp var aftur á móti alltaf dauðadæmt vegna þess að ekki var litið til allra þeirra þátta sem þurfti að horfa til á sínum tíma. Þetta var ekki unnið á þeim forsendum að þetta væri fyrst og fremst umhverfisvernd, annars væri t.d. ekki gengið út frá því að það mætti virkja innan svæðisins og það vantaði stórkostlega upp á samráð við þá fjölmörgu hópa á landinu sem nýta þetta stóra og fallega svæði á hverjum degi. Ég vona að það verði hægt að læra af þessu og hægt að vinna þetta mál almennilega, á allt öðrum forsendum, betri forsendum, og koma þessu í verk. En það er algerlega ljóst af þessari niðurstöðu í dag að það er ekki á færi þessarar ríkisstjórnar. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)