151. löggjafarþing — 113. fundur,  12. júní 2021.

Hálendisþjóðgarður.

369. mál
[21:00]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég álít að sú tillaga sem hér liggur fyrir, um að vísa frumvarpi um hálendisþjóðgarð til ríkisstjórnarinnar, geti leitt til víðtæks samráðs og upplýstrar umræðu um samstarf, umgengni, nýtingu og vernd á hálendinu sem stuðlað geti að samfélagslegri sátt um þau verkefni. Eins og hv. þm. Vilhjálmur Árnason sagði hér á undan fær Alþingi svo niðurstöðuna úr þeirri vinnu til umfjöllunar síðar.