152. löggjafarþing — 4. fundur,  3. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[20:38]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Mér heyrist við vera svolítið í sömu vandræðum í þessu máli og ég hef áhyggjur af því að þetta séu vandræðin sem við munum verða í ef fram heldur sem horfir. Þetta er náttúrlega kannski stærsta dæmið um það virðingarleysi sem ég held að allt þingið finni fyrir núna strax á fyrstu metrunum. Það er auðvitað mjög miður og ég vona að þetta sé misskilningur og röng tilfinning og að meiri hlutinn á þessu þingi muni rifja það upp að hann er í forsvari fyrir einungis réttum helmingi þjóðarinnar og að það er lýðræðishefð á Norðurlöndum að öll fái að taka þátt, ekki bara meiri hlutinn.