152. löggjafarþing — 4. fundur,  3. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[23:02]
Horfa

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir þessa áhugaverðu ábendingu og verð að játa að það verða ákveðin hugrenningatengsl við að heyra þetta ákvæði lesið hérna. Ég gerði mér það að leik að fletta því upp, á meðan hv. þingmaður talaði, og mér sýnist þetta bara nokkuð skýrt. Svona hljómaði þetta í mín eyru: Með leyfi forseta lýðveldisins er hægt að fara ekki að lögum samkvæmt venju. Þetta hljómar kunnuglega. Þetta höfum við heyrt og ekki bara einu sinni á síðustu vikum heldur tvisvar. Það er óhætt að segja að sú er hér stendur sé að fá pínulitla hugljómun. Þó að ég hafi reyndar ekki orðið vör við að forseti lýðveldisins hafi gefið út nein slík leyfi verð ég að játa að ég er kannski ekki að grufla í og lesa alla forsetaúrskurði fyrir háttinn, en kannski maður byrji bara á því núna.