152. löggjafarþing — 9. fundur,  13. des. 2021.

friðun Dranga í Árneshreppi.

[15:40]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég vil ekki draga úr mikilvægi fyrirspurnar hv. þingmanns en ég held að betur fari á því að ég svari því með öðrum hætti en hér í óundirbúnum fyrirspurnatíma. Ég held að hv. þingmaður sé alveg hjartanlega sammála mér hvað það varðar. Hv. þingmaður er búinn að vekja athygli á málinu og hefur komið fram með spurningar sem við höfum reynt að svara eftir bestu getu og munum að sjálfsögðu halda því áfram.