152. löggjafarþing — 9. fundur,  13. des. 2021.

ákvörðun um breytingu á IX. viðauka (Fjármálaþjónusta) við EES-samninginn.

152. mál
[16:01]
Horfa

utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þori ekki að fullyrða í ræðustól um viðhorf Neytendasamtakanna hvað þetta varðar en ég tel mig muna rétt að eftir þessu sé kallað, ekki bara af hálfu fjármálafyrirtækja heldur kerfisins almennt, þ.e. þá Seðlabankans sömuleiðis. Ég mun koma því skilmerkilega til skila ef ég er að misskilja það, en ég held mér sé óhætt að nefna það hér. Ég geri ekki ráð fyrir að þetta sé umdeilt, hvorki þar og vonandi ekki heldur hjá Neytendasamtökunum. Sú almenna lína að við séum hér með sambærilegar reglur og sömu stöðu og annars staðar á EES-svæðinu er almennt séð mikilvæg og í þessu tilviki er um að ræða ívilnandi aðgerð þannig að ég geri ráð fyrir og vona að það sé almenn sátt um þessa innleiðingu.