152. löggjafarþing — 9. fundur,  13. des. 2021.

samningur milli Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan íslenskrar og færeyskrar lögsögu árið 2022.

166. mál
[16:17]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra kærlega fyrir svarið. Mér fannst það heiðarlegt. Mér fannst það skýrt þrátt fyrir að ekki sé hægt að gefa mjög skýra mynd. Mér fannst þetta bara eðlilegt svar. Ég fagna því að þarna var líka millikafli sem fjallaði um að við þurfum ekki alltaf rétt korteri í jól að vera að afgreiða þessa samninga á handahlaupum, af því að það sýnir að við förum ekki nægilega mikið í inntakið á sjálfum samningunum, þ.e. hvort við getum gert betur, bæði fyrir Íslands hönd og líka í samskiptum við þessa miklu vinaþjóð okkar. Þannig að ég er mjög sátt við þetta svar. Mér finnst það varpa ákveðnu ljósi á hver staðan er. En við í utanríkismálanefnd höfum líka full tækifæri og tól til að skoða málið betur. Þannig að ég þakka fyrir þessi svör.