152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[16:50]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil fúslega leiðrétta það. Hv. þingmaður notaði vissulega orðið kosningasamhengi en ég skal viðurkenna að það var ekki endilega í þessu samhengi. Það er í mínu samhengi, ég sé þetta kosningasamhengi í þessum skilningi. Skoðun þingmannsins er algjörlega undanskilin þar. Það er bara mín túlkun að málið hafi ekki verið sent til þingsins út af kosningasamhengi, það er ekki túlkun hv. þingmanns.