152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[18:05]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Jú, ég tek alveg undir það. Og af því að við erum komin á þessar slóðir þurfum við náttúrlega líka að halda áfram og hugsa þetta enn víðar. Þessi ríkisstjórn er búin að eyðileggja byggingarrannsóknir í landinu og við vitum ekki hvert stefnir þar. Það er sérstaklega bagalegt í landi með þessa gisnu veðráttu, Íslandi, þar sem framleiðni er lág, bæði út af því en líka út af gamaldags og úreltum byggingaraðferðum sem eru þar að auki að miklu leyti óvistvænar. Þegar þetta spilar saman í landi sem er með gjaldmiðil með háum vöxtum er náttúrlega búið að búa til eitraða blöndu og mjög ólíklegt að maður getir náð einhverjum árangri með því að minnka alltaf gæðin. Ég er ekki viss um að við komumst mikið lengra þar.