152. löggjafarþing — 14. fundur,  21. des. 2021.

fjáraukalög 2021.

174. mál
[18:42]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég er algerlega sammála hv. þingmanni að það er margt sem hægt er að gera til að auðvelda líf þessa fólks og ég veit að ég og hv. þingmaður munum berjast fyrir þeim hér áfram. En það var annað sem kom fram í máli hv. þingmanns og það er framsetning fjárlaga og fjáraukalaga. Ég verð að viðurkenna að eftir að ég fór í gegnum þetta skjal var ég nær engu nær um í hvað var verið að fara að eyða peningunum. Mig langar að vita hvað hv. þingmaður leggur til að yrði bætt í þessum málum þannig að það þyrfti ekki doktorsgráðu til að lesa þetta.