152. löggjafarþing — 15. fundur,  21. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[21:38]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Við erum að ræða fjárlög, sem er stærsta þingmálið, sem er flaggskip hverrar einustu ríkisstjórnar og að sama skapi er þar verið að leggja línur fyrir framtíðina. Ég verð að segja að það er með nokkrum ólíkindum að ríkisstjórnin, sem hefur búið til þessa tímaþröng sjálf, skuli ekki sýna viðfangsefninu meiri virðingu en svo að ætla þingheimi að sitja hér fram á kvöld, fram á nótt til að taka aðalumræðuna um fjárlagafrumvarpið. Síðan, til að bíta höfuðið af skömminni þá eru fyrirsvarsmenn þessarar ágætu ríkisstjórnar ekki viðstaddir umræðuna, sem er með miklum ólíkindum. En þetta er svo sem eftir öðru í fari þessarar ágætu ríkisstjórnar: Við eigum þetta, við megum þetta.