152. löggjafarþing — 15. fundur,  21. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[23:59]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Nú er það svo að Alþingi fer með fjárveitingavaldið og það er Alþingis að ákveða í hvað við ætlum að ráðstafa fjármunum og ráðherrar ákveða svo innan sinna heimilda í hvað peningarnir fara. Það er kannski þess vegna sem mig langar gjarnan að fá að vita hjá hv. þingmanni hver umræðan var um þjóðarsjúkrahúsið okkar, hvort við ætlum að halda áfram þeirri vanfjármögnun sem hefur verið í boði núverandi stjórnarflokka, og mér sýnist vera boðuð áfram, og var ekki bara á síðasta kjörtímabili heldur líka á þarsíðasta. Mig langar að spyrja hv. þingmann út í ástandið í heilbrigðiskerfinu og sérstaklega á Landspítalanum.