152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[00:08]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Forseti. Fjöldi NPA-samninga árið 2018 var 78 af 80. Árið 2019 voru það 90 samningar af 103 sem áttu að vera samkvæmt lögum. Árið 2020 voru það 83 samningar, færri, þeim fækkaði, af 125. Árið 2021 voru það 93 samningar af 150 sem áttu að vera samkvæmt lögum. Það er umfangið sem er verið að tala um. Og fjárlög sem er verið að samþykkja í dag — 320 milljónir aukalega í NPA á móti þeim 300 sem duttu út, 20 milljónirnar dekka í rauninni bara launa- og verðlagsþróun — þýða að fjöldi NPA-samninga stendur bara í stað. Á næsta ári eiga þetta að vera 172 samningar en eru bara 93.