152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[00:09]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Eyjólfur Ármannsson) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Mér finnst þetta koma svolítið inn á vanfjármögnun í fjárlagafrumvarpinu. Hv. þingmaður minntist líka á reiknaðan raunvöxt Landspítalans. Sem dæmi: Mun ekki þessi vanreiknaði vöxtur — hann var færður yfir í bakvaktavinnuna, betra vaktavinnufyrirkomulag, og það er enn þá fjárþörf hjá Landspítalanum — fara inn í fjárauka næsta árs? Er ekki alveg pottþétt að þetta, og vonandi NPA-samningar, það er skortur á þeim, fari inn í fjárauka næsta árs? Þá kem ég að gæðum fjárlagafrumvarpsins, að fjáraukinn eigi bara að bregðast við tímabundnum, ófyrirséðum og óhjákvæmilegum útgjöldum innan fjárlagaársins. (Forseti hringir.) Þannig að við erum með fjárveitingar sem eru vanfjármagnaðar sem fara inn í fjárlögin og fjáraukinn er raunverulega gæðastimpill á lögin.