152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[00:41]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé kominn næturgalsi í stjórnarliða og umræðan er komin langt út á tún í þessum málum. Það sem er kannski merkilegast í þessu er að umræðan skuli vera komin á það stig að hæstv. fjármálaráðherra skyldi æsa sig hérna og segja að það kæmi ekki til greina að samþykkja það sem stjórnarandstaðan væri að biðja um. Stjórnarandstaðan var bara að biðja ríkisstjórnina, eins og hefur komið hérna fram, um að standa við lög sem þegar hafa verið sett. Það er auðvitað grafalvarlegt mál í augum fjármálaráðherra að ríkisstjórnin eigi að standa við lög sem sett hafa verið og samþykkt hér á Alþingi. Það hlýtur að vera eitthvert alvarlegt vandamál í gangi ef reglan er að það eigi að setja lög en alls ekki að standa við þau.