Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 15. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[03:13]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Jóhann Páll Jóhannsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka aftur hv. þingmanni. Það gildir um þetta eins og svo margt annað að það þarf ýmislegt að breytast, held ég, í þessum fjárlögum núna í meðförum þingsins til þess að þau verði ásættanleg og feli ekki í sér skerðingu á mjög mikilvægri grunnþjónustu, almannaþjónustu. Það er nákvæmlega engin þörf fyrir skarpar aðhaldskröfur núna. Það er ekkert sem réttlætir það og þetta er bara til þess fallið að veikja verðmætasköpun til framtíðar. Það gildir það sama um löggæsluna og fleira. Við sjáum það bara, svo ég taki dæmi sem ég hef tekið áður, með þjónustu og greiningar fyrir börn með fötlun og ýmsar raskanir. Það eru stofnanir sem sinna slíkum greiningum á þjónustu og eru kannski með hundruð barna á biðlista. Þar eru framlög að dragast saman. Þetta og miklu fleira þarf að rýna miklu betur og falla frá svona aðhaldi.