152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:38]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Um leið og við stöndum frammi fyrir því að reka ríkissjóð með 180 milljarða halla á næsta ári þá erum við þrátt fyrir allt með þessum fjárlögum að takast á við þær áskoranir sem fram undan eru með hagsmuni og velsæld almennings að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að vaxa út úr þeirri djúpu kreppu sem við höfum verið í og erum enn í. Við höldum áfram að byggja upp almannaþjónustu, enda markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja fólki störf með jöfnuð og loftslagssjónarmið að leiðarljósi.

Virðulegi forseti. Þetta eru uppbyggingarfjárlög.