152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:55]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um fjármuni sem nýta á til bænda sem eru í blóðmerahaldi til að aðstoða þá við að hætta þeirri ljótu iðju, vegna þess að þarna er verið að níðast á einu dýri til þess að níðast á öðru dýri. Það er okkur til háborinnar skammar. Ég vona heitt og innilega að við eigum eftir að samþykkja hér á Alþingi að banna þessa illu meðferð á því fallega dýri sem hesturinn er og hefur verið þarfasti þjóninn okkar. Þarna er verið að tryggja að bændur verði ekki fyrir tjóni þegar það verður samþykkt.