152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[17:59]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Eins og sagt var hér áðan þá var þetta vegna menningarsjóða, sem er einmitt einn af þeim hlutum sem vantar í þetta fjárlagafrumvarp. Það vantar. Og ef við reiknum okkur aftur til ársins 2020 þá vantar, eins og sagt var, um milljarð. Þetta er viðbót sem færi, ef hún legðist við tillögur meiri hlutans, kannski að slaga upp í það sem vantar. Við leggjum til að lágmarki að við höldum sjó í þessum erfiðu greinum í þessu ástandi. Það ætti að vera lágmarkskrafa.