152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[18:21]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Ég er vonandi að tala undir réttum lið núna. Því ber að fagna að hér sé verið að auka það fjármagn sem fer til niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu, nokkuð sem er mjög mikilvægt fyrir geðheilbrigði þjóðarinnar. En geðheilbrigði þjóðarinnar á aldrei að vera hluti af pólitískri refskák. Það að við höfum þurft að berjast hér í ræðustól í gær fyrir þessu, því sem hæstv. fjármálaráðherra kallaði skrípaleik, er skömm. Það að þetta skuli ekki hafa verið fjármagnað nú þegar með miklu hærri fjárhæð skrifast á ríkisstjórnina.