152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[19:04]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Samkvæmt skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er skortur á íbúðum á landinu. Þetta vita allir og hafa vitað mjög lengi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa hellt fjármagni inn á eftirspurnarhliðina og aukið verðhækkanir, verð hækkar og hækkar sem kemur út í verðbólgu sem kemur niður á okkur öllum. Ef við ætlum að draga úr þessum skorti á íbúðum, eins og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leggur til, þá þarf 3,5 milljarða á ári í stofnframlög til að dekka það. Það er lágmark til þess að vinna niður þennan halla, lágmark. Við myndum vilja gera betur, að sjálfsögðu, en þetta er beiðni til ríkisstjórnarinnar að vinsamlegast gera það sem að lágmarki þarf að gera til að leysa þennan vanda.