152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[19:12]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Smá samhengi hérna. Hér er ríkisstjórnin, í þessum fjárlögum, að skammta sér 500 milljónir í ný ráðuneyti, eins og við höfum stundum kallað „bland í poka“-ráðuneyti, aukaráðuneyti, 500 milljónir í ár, væntanlega um 2 milljarða fyrir þetta kjörtímabil. Til samanburðar fara 250 milljónir í niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í ár. Þannig að gæluverkefnisráðuneytin fá 500 milljónir út af einhverju sem formönnum þriggja flokka datt í hug í kaffispjalli en verkefni sem þingið er búið að samþykkja að eigi að vera að fullfjármagnað fær 250 milljónir.