152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[19:22]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um hvort veita eigi heimild til sölu á hlut í Landsbankanum. Eitt það sorglegasta sem ég hef lent í þegar ég hef búið erlendis er þegar ég segi frá því þegar Landsbanki Íslands, The National Bank of Iceland, var seldur til einstaklinga sem græddu á bjórsölu í spilltasta ríki Evrópu á spilltasta áratug þess stóra ríkis. Viðbrögðin eru alveg ótrúleg. Það slær þögn á fólkið. Ég skora á fólk að prófa að segja þessa sögu erlendis, það gapa hreinlega allir. Það er ekki búið að endurreisa orðstír Íslands eftir einkavæðingu bankanna árið 2003 og ef við ætlum að fara í þá vegferð að selja Landsbankann með sömu forsendum án skýrra markmiða, án þess að gæði eigendanna verði tryggð af Alþingi Íslendinga og engum öðrum en Alþingi Íslendinga, þá erum við á rangri vegferð og erum að fara að hefja nýjasta æðið, nýjasta græðgistímabilið í Íslandssögunni. — Ég segi já.