152. löggjafarþing — 16. fundur,  22. des. 2021.

fjárlög 2022.

1. mál
[19:24]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegi forseti. Hér er verið að veita heimild til sölu á ferjunni Herjólfi, gamla Herjólfi, sem liggur við bryggju í Vestmannaeyjum. Sveitarfélög á Vestfjörðum og Vesturlandi hafa kallað eftir því að Herjólfur, þ.e. gamli Herjólfur, verði notaður til ferjusiglinga á Breiðafirði til að leysa af gamla Baldur sem uppfyllir ekki nútímakröfur um öryggi og annar ekki eftirspurn. Hér er um gríðarlega mikilvægt samgönguúrræði fyrir Vestfirði að ræða. Það er kominn tími til að búsetuskilyrði í Norðvesturkjördæmi og á landsbyggðinni verði jöfn á við höfuðborgarsvæðið. Það þarf að byrja með stórátaki í samgöngumálum og mikilvægt að við prófum að nota gamla Herjólf til siglinga á Breiðafirði þar sem er gríðarlegur vöxtur í fiskeldi og það mun halda áfram að styrkja byggðina á Vestfjörðum. — Ég segi já.