152. löggjafarþing — 41. fundur,  24. feb. 2022.

innrás Rússa í Úkraínu.

[11:08]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Herra forseti. Snemma í morgun var fundur í fastaráði NATO og það sem kann að gerast er að virkjaðar verði viðbragðsáætlanir, varnaráætlanir. Það gæti þýtt, jafnvel óháð því hvort það yrði gert, aukinn viðbúnað, aukna viðveru, aukið eftirlit og þar er Keflavíkursvæðið mikilvægt svæði. Strategísk staðsetning okkar hér gerir það að verkum að það má búast við því að hér verði aukinn viðbúnaður, aukið eftirlit og frekara viðbragð eins og annars staðar.