152. löggjafarþing — 75. fundur,  16. maí 2022.

útlendingar.

595. mál
[20:43]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég varð þess reyndar ekki vör að neinni spurningu væri beint til mín. En ég stend bara við það sem ég sagði, að þau ákvæði sem eru sett inn í lög og eru inni í lögum um það hvernig eigi að fara með mál — auðvitað eigum við að gera kröfu um að þeim sé beitt. Það er ekkert flóknara en það. Við höfum lög, við höfum stofnanir sem er ætlað að framfylgja þeim og þannig á það að vera. Ef það eru einhver áhöld um að ekki sé verið að fara eftir lögum þá verður auðvitað hæstv. ráðherra að fylgja því eftir við sína stofnun.