152. löggjafarþing — 76. fundur,  17. maí 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[13:31]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseta hafa borist bréf frá umhverfisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við eftirfarandi fyrirspurnum: Á þskj. 852, um landshlutasamtök og umhverfismál, frá Hildi Jönu Gísladóttur; þskj. 857 um losun gróðurhúsalofttegunda við opinberar framkvæmdir, frá Birni Leví Gunnarssyni og þskj. 889, um mat á loftslagsáhrifum áætlana, frá Andrési Inga Jónssyni.

Einnig hafa borist bréf frá félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 570, um aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum, frá Kolbrúnu Baldursdóttur; á þskj. 433, um áætlaðan aukinn kostnað af þjónustu við flóttafólk, frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni; á þskj. 675, um viðmiðunartímabil fæðingarorlofs, frá Ingibjörgu Isaksen og á þskj. 754, um þjónustu við heimilislaust fólk, frá Andrési Inga Jónssyni.

Félags og vinnumarkaðsráðherra hefur einnig óskað eftir fresti til að veita skrifleg svör við eftirfarandi fyrirspurnum frá Birni Leví Gunnarssyni: Á þskj. 749, um húsmæðraorlof, á þskj. 756, um laun og neysluviðmið, og að lokum frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur á þskj. 680, um kærur til kærunefndar greiðsluaðlögunarmála vegna ákvarðana umboðsmanns skuldara, á þskj. 682, um kærur vegna ákvarðana um synjun fjárhagsaðstoðar til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta og á þskj. 701, um kærur til úrskurðarnefndar velferðarmála vegna ákvarðana barnaverndaryfirvalda.