Bráðabirgðaútgáfa.
153. löggjafarþing — 3. fundur,  15. sept. 2022.

skýrslur til nefnda.

[09:01]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Með bréfum, dags. 15. og 16. ágúst 2022, hefur forseti óskað eftir því, sbr. 8. tölulið 1. mgr. 13. gr. þingskapa, við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún fjalli um skýrslur Ríkisendurskoðunar sem bera heitið Úrvinnslusjóður, annars vegar, og Samkeppniseftirlitið, samrunaeftirlit og árangur, hins vegar. Einnig hefur forseti óskað eftir því með bréfi dagsettu 16. ágúst við fjárlaganefnd, sbr. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 46/2016, að hún fjalli um skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings vegna ársins 2021.