Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 3. fundur,  15. sept. 2022.

fyrirkomulag umræðu og lengd þingfundar.

[09:02]
Horfa

Forseti (Birgir Ármannsson):

Samkomulag er um það milli forseta og þingflokksformanna að þingfundur geti staðið lengur í dag en þingsköp segja til um.

Í dag verður fyrst almenn umræða um fjárlagafrumvarpið í framhaldi af framsögu fjármála- og efnahagsráðherra. Um kl. 19 verður gert hlé á henni og fagráðherrar taka þátt í umræðunni um sína málaflokka. Á eftir umræðum um einstaka málaflokka heldur almenn umræða áfram ef þörf krefur. Á morgun verður umræðum um einstaka málaflokka fram haldið.

Samkomulag er um fyrirkomulag umræðunnar, sbr. 3. mgr. 67. gr. þingskapa. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur allt að 15 mínútur til framsögu nú í upphafi. Réttur til andsvara eftir ræðu ráðherra verður rýmkaður, þ.e. tryggt verður að fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka geti veitt full andsvör við ræðu ráðherra. Því næst talar einn talsmaður frá hverjum þingflokki í 10 mínútur hver og síðan aðrir þingmenn sem óska eftir að taka þátt í umræðunni og hafa allt að 10 mínútum. Hefðbundinn andsvararéttur gildir út almennu umræðuna að frátalinni rýmkun á eftir ræðu hæstv. fjármálaráðherra.