Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 3. fundur,  15. sept. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[11:57]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Mér finnst þetta gríðarlega merkilegt svar, sérstaklega af því að þetta loforð um 55% samdrátt í losun er í ríkisstjórnarsáttmálanum. Þetta kom einmitt ekki fram í fjármálaáætlun. Við lok þeirrar fjármálaáætlunar stendur að búið verði að ná 55% samdrætti árið 2030, en ekki er gerð nein grein fyrir áfangamarkmiðum að því lokamarkmiði, sem er rosalega skrýtið. Við erum að taka ákvarðanir um fjárveitingu í áttina að þessu markmiði og við viljum væntanlega fá að vita hvernig gengur. Það er ábyrg notkun á fjármunum hins opinbera, á almannafé. En það vantar algerlega.

Ég spyr hv. þingmann: Þessar 740 milljónir eitthvað svoleiðis, fyrir síðustu kosningar átti það að vera milljarður aukalega sem átti að dekka þessi rúmu 15%, næstum 25% aukaaukningu á losunarsamdrætti. Mun það skila okkur í áttina að þessum 55% samdrætti í losun, miðað við eitthvað?